Viðburðir

Allt það helsta um MiFID II

Allt það helsta um MiFID II
14.11.2016

Glærur og myndir frá ráðstefnunni:

Skráðu þig á áhugaverða örráðstefnu þar sem fjallað verður um MiFID II og helstu áskoranir sem tilskipuninni fylgja út frá mismunandi sjónarhornum svo sem regluverki, viðskiptum og tækni.

Ráðstefnan fer fram 24. nóvember næst komandi milli klukkan 13:00 og 15:30 í Björtuloftum (6. og 7. hæð) í Hörpu.

Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 leiddi í ljós bresti í virkni og gagnsæi fjármálamarkaða. Samdóma álit alþjóðastofnana er að veikleikar í stjórnarháttum fjölda fjármálafyrirtækja, meðal annars skortur á öryggisventlum (e. checks and balances), hafi verið einn af þeim þáttum sem hrundu fjármálakreppunni af stað. Í því skyni að auka skilvirkni, viðnámsþrótt og gagnsæi fjármálamarkaða hefur Evrópusambandið (ESB) samþykkt nýja tilskipun, MiFID II.

MiFID II er ætlað að auka gagnsæi og bæta virkni innri markaðarins fyrir fjármálagerninga með því að samræma kröfur um gagnsæi í viðskiptum með þá.

Dagskrá

13:00-13:10. Welcome & Introductions – Friðrik Þór Snorrason CEO, RB and Tim Difford Strategy & Innovation Director - Financial Services, Sopra Steria

13:10 – 13:20. The MiFID II Challenge - An Icelandic View - Hafliði Kristján Lárusson, Solicitor, LL.M., Fjeldsted & Blondal Legal Services

13:20-14:00. A MiFID II Overview - Regulatory Background and Business Impacts - William Rogers Director, Alvarez & Marsal and David Lawton Managing Director, Alvarez & Marsal

14:00-14:20. Coffe.

14:20-14:40. The Regulatory Support Service - Overview of the UK Financial Conduct Authority Platform – Andrew Coakley Business and Product Development Director, Sopra Steria

14:40-15:20. Facilitated Panel Q&A Session - Tim Difford Strategy & Innovation Director - Financial Services, Sopra Steria, Sopra Steria, William Rogers Director, Alvarez & Marsal, David Lawton Managing Director, Alvarez & Marsal, Alvarez & Marsal, Andrew Coakley Business and Product Development Director, Sopra Steria

15:20-15:30. Summary, Key Takeaways & Close (5 mins) - Tim Difford Strategy & Innovation Director - Financial Services, Sopra Steria, Sopra Steria

Aðgangur ókeypis.

Við höfum fengið til liðs við okkur reynslumikla fyrirlesara frá Sopra Steria, Alvares & Marsal og Fjeldsted & Blöndal:

  • Tim Difford Strategy & Innovation Director - Financial Services, Sopra Steria
  • William Rogers Director, Alvarez & Marsal (A&M)
  • David Lawton Managing Director, Alvarez & Marsal (A&M)
  • Andrew Coakley Business and Product Development Director, Sopra Steria
  • Hafliði Kristján Lárusson, Solicitor, LL.M., Fjeldsted & Blondal Legal Services 

Um fyrirtækin

  • Sopra Steria – Ráðgjafa og upplýsingatæknifyrirtæki frá Belgíu með rúmlega 38.000 starfsmenn í meira en 20 löndum
  • Alvarez & Marsal (A&M) – Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki með starfsstöðvar í 20 löndum
  • Fjeldsted & Blöndal veitir fjölbreytta lögfræðiþjónustu í tengslum við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf

Skrá mig

Nánar um MiFID II

Á árinu 2007 var tilskipun Evrópusambandsins um markaði með fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive eða MiFID) innleidd í íslenskan rétt. Markmiðið með innleiðingunni á MiFID var að samræma regluverk og umgjörð evrópskra fjármálamarkaða auk þess að auka vernd fjárfesta.

Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 leiddi í ljós bresti í virkni og gagnsæi fjármálamarkaða. Samdóma álit alþjóðastofnana er að veikleikar í stjórnarháttum fjölda fjármálafyrirtækja, meðal annars skortur á öryggisventlum (e. checks and balances), hafi verið einn af þeim þáttum sem hrundu fjármálakreppunni af stað. Óhófleg og óvarleg áhættutaka getur leitt til falls einstakra fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu í einstaka ríkjum og á alþjóðavísu. Þörf er á traustari lagaumgjörð um fjármálagerninga til að tryggja gagnsæi, efla fjárfestavernd, auka traust fjárfesta, fylla í gloppur á regluverki og tryggja að eftirlitsstofnanir hafi nægar valdheimildir til að sinna verkefnum sínum.

Í því skyni að auka skilvirkni, viðnámsþrótt og gagnsæi fjármálamarkaða hefur Evrópusambandið (ESB) samþykkt nýja tilskipun (2014/65/ESB, MiFID II1) um markaði fyrir fjármálagerninga. Ísland, sem aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum) byggir stóran hluta löggjafar á sviði fjármálaþjónustu á gerðum Evrópusambandsins.

MiFID II er ætlað að auka gagnsæi og bæta virkni innri markaðarins fyrir fjármálagerninga með því að samræma kröfur um gagnsæi í viðskiptum með þá. Tilskipuninni er þannig ætlað að taka til ólíkra tegunda fjármálagerninga og bæta frekar kröfur um gagnsæi tilboða og viðskipta vegna hlutabréfa sem fram komu með MiFID I.

Gildissvið MiFID II er víðtækara en MiFID I að því að leyti að yngri tilskipunin nær til fjármálafyrirtækja, rekstraraðila viðskiptavettvanga, veitenda gagnaskýrsluþjónustu (e. data reporting services providers) og tiltekinna fyrirtækja frá þriðju ríkjum. Gildissvið eldri tilskipunarinnar var einskorðað við fjármálafyrirtæki og rekstur skipulegra verðbréfamarkaða og markaðstorga fjármálagerninga. Eitt af markmiðunum með hinni nýju tilskipun er að bregðast við þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað á sviði verðbréfaviðskipta frá gildistöku MiFID I árið 2007 og skapa fjárfestum jafnari aðstöðu, s.s. með því að gera skylt að viðskipti með tiltekna fjármálagerninga fari fram á mörkuðum sem lúta reglum um gagnsæi og innan viðskiptakerfa sem uppfylla ströng skilyrði tilskipunarinnar.