Yfirlit

Fréttir

Fréttir
12.04.2017

RB skrifar undir samstarfsyfirlýsingu við Virk

RB skrifaði nýlega undir samstarfsyfirlýsingu við Virk, vegna þróunarverkefnis um innleiðingu á verkferlum tengdum endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. Hlutverk Virk er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

RB er stolt af því að taka þátt í þessu þróunarverkefni, telur það falla vel að stefnu sinni um samfélagslega ábyrgð og hvetur jafnframt önnur fyrirtæki til þess sama.

Á myndinni eru Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsstjórnar RB og Þorsteinn Sveinsson frá Þjónustu- og mannauðssviði Virk

Fréttir
13.02.2017

RB og FKA í samstarf um að efla hlut kvenna í tæknigeiranum

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að RB gerist velunnari Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, en hlutverk félagsins er að efla tengslanet og styðja kvenleiðtoga til að sækja fram og sameina þá.

Fréttir
08.02.2017

RB á Framadögum 2017

Framadagar fara fram fimmtudaginn 9. febrúar í Háskólanum í Reykjavík, HR. Við verðum að sjálfsögðu með bás þar sem hressir starfsmenn standa vaktina og upplýsa nemendur um starfsemina og svara spurningum.

Fréttir
02.02.2017

Fyrirlestur frá RB á UTmessunni 2017

UTmessan fer fram á föstudag og laugardag, 3.-4. febrúar, í Hörpu. Á föstudeginum er ráðstefnudagur en á laugardeginum er sýningardagur opinn öllum. Ásgeir Logi Ísleifsson atvikastjóri hjá RB mun á ráðstefnudeginum vera með fyrirlestur undir yfirskirftinni Stóratvikastjórnun hjá RB.

Fréttir
20.01.2017

RB er Framúrskarandi fyrirtæki

Í byrjun þessa mánaðar bárust okkur skemmtilegar fréttir um að RB er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2016. Aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði sem sett eru. Við erum afar ánægð með þessa viðurkenningu.

Fréttir
31.12.2016

Tafir við áramótavinnslur

Vegna tafa við áramótavinnslur hjá Reiknistofu bankanna geta gögn um reikningsyfirlit sem send eru í netbanka viðskiptavina verið seint á ferðinni.

Fréttir
05.12.2016

RB hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

RB hefur hlotið Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, en með því er staðfest að munur á grunn- og heildarlaunum karla og kvenna er minni en 3,5% hjá fyrirtækinu. 

Fréttir
22.11.2016

Breytt staðsetning - Örráðstefna um MiFID II

Vegna góðrar þátttöku ákváðum við að færa örráðstefnuna "Allt það helsta um MiFID II" sem fram fer fimmtudaginn 24. nóvember næst komandi kl. 13:00 út úr húsi (húsakynnum RB) í Hörpuna.

Fréttir
21.10.2016

RB hjálpar

Fyrr á þessu ári mótaði RB sér formlega stefnu í samfélagsábyrgð og er nú unnið markvisst að innleiðingu hennar. Sem hluti af henni fer núna í loftið verkefni sem heitir “RB hjálpar”.

Fréttir
07.10.2016

Forritarar framtíðarinnar fá styrk frá Google

Bjóða 224 íslenskum stelpum á aldrinum 8-13 ára á forritunarnámskeið

Í tengslum við evrópsku forritunarvikuna Europe Code Week sem fram fer 15.–23. október næstkomandi hefur sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hlotið styrk frá Google til að kveikja áhuga á forritun hjá stelpum.

Fréttir
04.10.2016

14 grunnskólar styrktir um 12 milljónir

Forritarar framtíðarinnar efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum

Úthlutað hefur verið styrkjum úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrir árið 2016. Sjóðnum bárust um 30 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Sjóðnum var kosin ný stjórn á aðalfundi sem fram fór fyrir helgi.

Fréttir
27.09.2016

Nýtt skipulag hjá RB

Nýtt skipulag innleitt til að fylgja eftir stefnubreytingu.

Nýtt skipulag mun taka gildi 1. október næstkomandi hjá RB og er það í kjölfar endurskoðaðrar stefnu félagsins, segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB.

Fréttir
19.09.2016

Góðgerðarleikar Sidekick í RB

Föstudaginn 16. september hófust góðgerðarleikar Sidekick hér í RB. Um er að ræða þriggja vikna heilsuáskorun fyrir starfsfólk RB. Starfsfólk safnar stigum eða svo kölluðum “Kicks” í Sidekick appinu fyrir að framkvæma heilsueflandi hluti eins og að drekka vatn, borða ávexti, alls konar æfingar (t.d. armbeygjur, hnébeygjur, planka), taka stigann og slaka á með slökunaraðferðum.

Fréttir
30.08.2016

Vel heppnað RB Classic

RB (Reiknistofa bankanna) hélt í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og Kríu hjólaverslun götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn síðasta laugardag, 27. ágúst 2016. Ræst var við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og hjólað umhverfis Þingvallavatn. Hægt var að velja á milli tveggja vegalengda, 127 km (2 hringir - A flokkur) og 65 km (1 hringur - B flokkur). Stærstur hluti leiðarinnar var hjólaður á malbiki en 10 km á möl.

Fréttir
18.07.2016

RB í frétt á erlendri vefsíðu

BAI birti nýlega grein um áhrif laga og reglna á kröfur markaða um að hraða greiðslumiðlun.Í greininni er sagt frá RB...

Fréttir
30.06.2016

12 milljónir veittar í styrki til skóla

Búið er að ákveða úthlutun fyrir árið 2016 úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar en RB er stoltur Hollvinur og annar stofnandi sjóðsins.

Fréttir
09.06.2016

Fréttabréf RB júní 2016

Þá er komið að stútfullum fréttapakka frá okkur í RB.

Fréttir
01.06.2016

Team RB í Wow Cyclothon 2016

Við kynnum með stolti TEAM RB sem mun taka þátt í Wow Cyclothon 2016.

Fréttir
31.05.2016

Myndbönd frá ráðstefnu RB

Miðvikudaginn 4. maí fór fram ráðstefna RB, “Sú kemur tíð”. Ráðstefnan tókst frábærlega og mættu hátt í 400 manns í Hörpuna til að hlusta á erindi um Big Data, Digital Banking, Fintech, BPM, Internet of me, Hackathon, útvistun, stöðlun, skilvirkni o.fl.

Fréttir
23.05.2016

RB tekur þátt í Fintech partýi Arion banka

Í Fintech partýi Arion banka, sem fram fer 3. og 4. júní 2016, býður RB upp á aðgengi að aðgerðum (API) sem sérstaklega eru hugsaðar til að styðja við mobile þróun af ýmsu tagi og auðga hefðbundna greiðsluvirkni sem hefur að mestu verið óbreytt á liðnum áratugum.

Fréttir
18.04.2016

Aðalfundur RB 2016

Aðalfundur Reiknistofu bankanna hf. (RB) verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2016 í fundarsal RB, Höfðatorgi, Katrínartúni 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16:15.

Fréttir
23.03.2016

RB er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Þriðjudaginn 15. mars var RB veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.  Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.  Samstarfsaðilar rannsóknarmiðstöðvarinnar eru Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq og Samtök atvinnulífsins.

Fréttir
17.03.2016

RB ræður framkvæmdastjóra fjármálasviðs

Ingibjörg Arnarsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Fjármálasviðs hjá RB þann 7. mars 2016. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun fyrirtækja, fjármála, upplýsingatækni og stjórnarsetu.

Fréttir
15.03.2016

RB tilnefnt til íslensku þekkingarverðlaunanna

Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Fréttir
11.02.2016

Vinningshafinn í 100% Framadagaleiknum

Þá er búið að draga út vinningshafa í 100% Framadagaleiknum okkar. Vinningshafinn er Arnþór Gíslason nemandi í rafmagnstæknifræði.

Fréttir
09.02.2016

RB á Framadögum í HR

Við verðum á Framadögum í HR miðvikudaginn 10. febrúar milli klukkan 11 og 16. Það er um að gera að kíkja við í básnum okkar og taka þátt í skemmtilegum leik. Þú gætir unnið Beats Solo2 þráðlaus heyrnartól að verðmæti 47.990 kr.

Fréttir
08.02.2016

RB semur við DalPay

Það er sönn ánægja að segja frá því að DalPay hefur bæst í viðskiptavinahóp RB.

Dalpay hefur síðan 2006 boðið uppá þjónustu við aðila sem vilja selja vörur sínar á veraldarvefnum. DalPay brúar þannig bilið á milli seljenda og kaupenda, hvar sem er í heiminum, fyrir tilstilli veraldarvefsins. Samstarfið við RB felur í sér notkun á samskráningagrunni RB (PAR RB).

Fréttir
15.01.2016

RB annáll 2015

2016 er gengið í garð og við hjá RB horfum spennt fram á veginn, enda reiknum við með viðburðaríku og velheppnuðu ári. Það er ekki bara af því að við erum að eðlisfari bjartsýn (sem við erum), heldur lærum við líka af sögunni og 2015 var einstaklega gott ár.

Fréttir
18.12.2015

Starfsfólk RB safnaði peningum handa flóttafólki í desember

Starfsfólk RB lét gott af sér leiða í desember með því að safna peningum handa flóttafólki.  Alls söfnuðust 162.000 krónur og var upphæðin afhent Rauða krossinum sem sér síðan um að koma peningunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda.  Ákveðið var að safna pening handa flóttafólki enda þörfin brýn miðað við ástandið í heiminum í dag.

Fréttir
16.11.2015

SideKick heilsuæði í RB

Fyrir rúmri viku síðan, föstudaginn 6. nóvember, tók RB í notkun app fyrir starfsfólk sitt sem hefur það markmið að efla heilsu og vellíðan starfsólks. Appið nefnist SideKick en það byggir á sterkum vísindagrunni og klínískri reynslu. Um er að ræða einfalda leikjavædda lausn sem gerir heilsueflingu skemmtilega og aðgengilega með það að markmiði að ná fram varanlegum lífstílsbreytingum.

Fréttir
09.11.2015

RB fyrsta fyrirtækið til að taka upp íslenska leikjavædda heilsueflingu

Heilbrigðisfyrirtækið Sidekick Health sem á í samstarfi við MIT, Harvard og virtasta spítala Bandaríkjanna hefur þróað heilsulausn fyrir fyrirtæki.

Starfsfólk RB mun á næstunni fá tækifæri til að sameina heilsueflingu og leik á vinnutíma. RB hefur gert samning við íslensk-sænska heilbrigðisfyrirtækið Sidekick Health um kaup á nýrri vöru fyrirtækisins. Varan nefnist Sidekick og innifelur meðal annars app sem eflir heilsu og vellíðan starfsfólks.

Fréttir
06.10.2015

11 milljónir veittar í styrki til skóla

Forritarar framtíðarinnar efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum.

Þriðjudaginn 6. október verða styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals ríflega ellefu milljónir króna. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur.

Fréttir
30.09.2015

Fréttabréf RB september 2015

Í fréttabréfi RB í september mánuði gætir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna upplýsingar um spennandi morgunverðarfund, frétt um nýjan ytri vef, nýtt RB blogg, frétt um RB Classic, fjölskyldudag RB og hina hliðina á starfsfólki RB.

Fréttir
28.09.2015

Hvernig finnst þér nýi vefurinn okkar?

Í dag fór nýr ytri vefur RB í loftið.  Vefurinn er unninn í samstarfi við Skapalón og er hugmyndin á bak við hann sótt í nýtt markaðsefni RB.  Myndefni og skilaboð tengjast alls kyns útivist, aðstæðum þar sem allt þarf að vera 100% til að ganga upp.  Þetta er íslensk tenging, þar sem gildin okkar fagmennska, öryggi og ástríða þurfa að spila saman.  Nýtt kynningarefni var unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Árnasyni.

Fréttir
25.09.2015

ERT ÞÚ TIL Í 100% ÁSKORANIR?

TAKTU ÞÁTT Í AÐ MÓTA KRAFTMIKIÐ OG LIFANDI UPPLÝSINGATÆKNIFYRIRTÆKI.

Okkar æðsta markmið er að veita viðskiptavinum okkar 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum tæknifólk í fremstu röð. Einstaklinga sem við treystum fyrir lyklinum að mikilvægustu upplýsingakerfum landsins. Fáir uppfylla þau skilyrði. Getur verið að þú gerir það?

Fréttir
02.09.2015

Metþátttaka á RB Classic mótinu

RB (Reiknistofa bankanna) hélt í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind; Ion Luxury Hótel og Kríu hjólaverslun götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn síðasta sunnudag, 30. ágúst 2015. Ræst var við ION hótel og hjólað réttsælis umhverfis Þingvallavatn. Hægt var að velja á milli tveggja vegalengda, 127 km (2 hringir - A flokkur) og 65 km (1 hringur - B flokkur). Stærstur hluti leiðarinnar var hjólaður á malbiki en 10 km á möl.

Fréttir
27.08.2015

Allt um RB Classic 2015

RB (Reiknistofa bankanna) mun í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind; Ion Luxury Hótel og Kríu hjólaverslun standa fyrir götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn sunnudaginn 30. ágúst 2015.  Ræst verður við ION hótel og hjólað réttsælis umhverfis Þingvallavatn. Leiðin liggur um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis.

Fréttir
11.06.2015

RB semur við Data eXcellence um gagnaflutninga og mótun gagna (Data Migration)

Í janúar samdi RB um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software. Í slíkum uppfærsluverkefnum er gagnaflutningur og mótun gagna (e. „Data Migration") iðulega mjög áhættusamur þáttur og því er mjög mikilvægt að vel sé staðið að þeim málum og dregið úr áhættu við þau eins og kostur er.

Fréttir
09.06.2015

RB ræður framkvæmdastjóra tæknireksturs og þjónustu

RB (Reiknistofa bankanna hf.) hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Böðvars Eyþórssonar í starf framkvæmdastjóra sviðsins Tæknirekstur og þjónusta. Hann hóf störf hjá félaginu í maí mánuði.

Fréttir
05.06.2015

Vel heppnað golfmót

Í gær fór fram stórskemmtilegt golfmót, RB Invitational, þar sem viðskiptavinir og starfsfólk RB kom saman og spiluðu golf. Mótið fór fram á Hvaleyrarvellinum hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Spilað var Texas Scramble með fjóra í hverju holli.

Fréttir
29.05.2015

Starfsmannafélag RB (SRB) 40 ára

Miðvikudaginn 27. maí fagnaði starfsmannafélag RB (SRB) stórum áfanga en þá varð félagið 40 ára. Af því tilefni bauð SRB í heljarinnar grillveislu og kökur í glerskálanum í Höfðatorgi.

Fréttir
19.05.2015

Vegna leiðréttingar verðtryggðra fasteignalána

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána vill Reiknistofa bankanna (RB) koma því á framfæri að félagið vinnur að breytingum á útlánakerfi RB í góðri samvinnu við viðskiptavini.  Um er að ræða viðamikla og flókna breytingu á kerfum félagsins.

Fréttir
09.04.2015

Fréttabréf RB - apríl 2015

Nýtt fréttabréf RB er komið út.

Fréttir
27.03.2015

RB styrkir Hjólakraft

RB hefur ákveðið að leggja Hjólakrafti lið með peningaframlagi.  Hjólakraftur er verkefni sem var sett í gang árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þá. Verkefnið snýst um að búa til létt og skemmtilegt prógramm fyrir krakka og unglinga sem vilja tilheyra skemmtilegum hópi sem hefur aukna hreyfingu, uppbyggileg samskipti og heilbrigði að leiðarljósi.

Fréttir
19.03.2015

Hefur unnið með Mainframe tölvur í yfir 30 ár

Í vor varð Stórtölvan IBM Mainframe 50 ára en slíkar tölvur eru hjartað í 90% tölvukerfa hjá 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, Fortune 500. Í tilefni afmælisins tók Nýherji lauflétt viðtal við okkar mann, Bjarna Ómar Jónnsson tækniarkitekt, en hann hefur unnið með Mainframe tölvur í yfir 30 ár.  Viðtalið birtist á Youtube síðu Nýherja.

Fréttir
06.03.2015

Við leitum að öflugum framkvæmdastjóra

Við leitum að stjórnanda til að leiða sviðið Tæknirekstur og þjónusta sem er ábyrgt fyrir hönnun á tæknilegum innviðum og rekstri þjónustulausna fyrirtækisins, sem sérsniðnar eru að þörfum fjármálamarkaðar. Okkar megin markmið er að tryggja viðskiptavinum 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum öflugt fólk sem treyst er fyrir lyklunum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins.

Fréttir
09.02.2015

Spennandi morgunverðarfundur um AngularJS

Fimmtudaginn 26. febrúar verður haldinn spennandi morgunverðarfundur um AngularJS í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2, á 4. hæð, milli klukkan 8:30 og 10:00.

Fréttir
13.01.2015

Ný grunnkerfi RB einfalda vöruþróun og stuðla að sparnaði innan bankakerfisins

Reiknistofa bankanna hf. (RB) hefur samið um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem nær til innlána- og greiðslukerfa RB þar sem gömlum sérhönnuðum kerfum er skipt út fyrir staðlaðar alþjóðlegar hugbúnaðarlausnir. Markmið endurnýjunarinnar er að auka hagræði og draga úr kostnaði við rekstur upplýsingakerfa bankanna. Kerfin koma einnig til með að auðvelda vöruþróun og flýta fyrir innleiðingu nýrrar þjónustu bankanna. Nú þegar hafa Landsbankinn og Íslandsbanki samið við RB um notkun nýju kerfanna og þar með er framgangur verkefnisins tryggður.

Fréttir
13.01.2015

Ef þú ert lífsglaður þjónustulundaður einstaklingur þá langar okkur að bjóða þér um borð

Við leitum eftir metnaðarfullum einstaklingi sem geislar af lífsgleði og hefur ánægju af því að veita þjónustu.  Ekki væri verra ef viðkomandi er jákvæður, faglegur, liðugur, brosmildur og kann samskipti upp á tíu.  Verkefnin eru símsvörun, móttaka viðskiptavina, eftirfylgni fyrirspurna frá viðskiptavinum auk annarra tilfallandi verkefna.

Fréttir
09.01.2015

Við leitum að öflugum einstaklingum

Okkar æðsta markmið er að veita viðskiptavinum okkar 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum öflugt fólk. Einstaklinga sem við treystum fyrir lyklunum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins. Það eru ekki margir sem uppfylla þau skilyrði. Ert þú einn af þeim?

Fréttir
06.01.2015

Fréttabréf RB - Janúar 2015

Nýtt fréttabréf RB er komið út.